Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 22. október 2022 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Óvænt töp hjá Valencia og Sociedad
Muriqi jafnaði af vítapunktinum.
Muriqi jafnaði af vítapunktinum.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum og þar kemur það helst á óvart að Valencia tapaði heimaleik gegn Mallorca eftir að hafa tekið forystuna snemma í síðari hálfleik.


Edinson Cavani kom Valencia yfir með marki úr vítaspyrnu en Vedat Muriqi, fyrrum leikmaður Lazio, jafnaði úr víti stundarfjórðungi síðar.

Það var hinn suður-kóreski Lee Kang-in sem gerði sigurmark Mallorca á 83. mínútu og eru þetta afar svekkjandi úrslit fyrir Valencia, sem er með 15 stig eftir 11 umferðir. Mallorca er með 12 stig eftir þennan sigur.

Valencia 1 - 2 Mallorca
1-0 Edinson Cavani ('52 , víti)
1-1 Vedat Muriqi ('66 , víti)
1-2 Lee Kang-In ('83 )

Það kemur einnig á óvart að Real Sociedad tapaði útileik gegn Real Valladolid þar sem Sergio Leon gerði eina mark leiksins á 16. mínútu.

Sociedad sótti mikið í seinni hálfleik en varnarmúr heimamanna hélt ótrúlega vel og tókst gestunum aðeins að hæfa markrammann tvisvar sinnum í tuttugu tilraunum. Sociedad er áfram í þriðja sæti eftir tapið, sex stigum eftir toppliði Real Madrid sem á leik til góða.

Að lokum vann Rayo Vallecano stórsigur gegn Cadiz í afar fjörugum leik þar sem þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Gestirnir frá Cadiz voru á tímabili tveimur leikmönnum færri eftir að Isaac Carcelen og Ruben Alcaraz voru reknir af velli. Heimamenn í Madríd misstu þó einnig mann af velli undir lokin en sakaði ekki því þeir voru þegar komnir með örugga forystu. 

Rayo Vallecano 5 - 1 Cadiz
1-0 Isi Palazon ('44 , víti)
2-0 Alvaro Garcia ('45 )
3-0 Florian Lejeune ('63 )
4-0 Sergio Camello ('79 )
4-1 Ivan Balliu ('82 , sjálfsmark)
5-1 Florian Lejeune ('89 )
Rautt spjald:  Isaac Carcelen, Cadiz ('42)
Rautt spjald: Ruben Alcaraz, Cadiz ('61)
Rautt spjald: Randy Nteka, Rayo Vallecano ('87)

Valladolid 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Sergio Leon ('16 )




Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
3 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
4 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
9 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
12 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
13 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
Athugasemdir
banner
banner