Leik KA og PAOK í Evrópukeppni unglingaliða sem átti að hefjast klukkan 14:00 á Greifavellinum hefur verið frestað. Frá þessu er sagt á samfélagsmiðlum KA. Þar kemur fram að beðið sé eftir niðurstöðu frá UEFA með nýjan leiktíma og tilkynning sé væntanleg.
Aðstæður á Akureyri eru erfiðar en þar hefur kyngt niður snjó í allan dag.
Aðstæður á Akureyri eru erfiðar en þar hefur kyngt niður snjó í allan dag.
Lestu um leikinn: KA U19 0 - 0 PAOK U19
Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net hefur verið skoðað að spila leikinn í Boganum. Á Akureyri.net er sagt frá því að það sé nánast öruggt að leikurinn hefjist klukkan 16:00 og verði spilaður í Boganum.
Uppfært 14:38:
Búið er að taka ákvörðun um að leikurinn verði spilaður í Boganum og verður flautað til leiks klukkan 16:00 í dag.
??? ?? ????????? ??????, ??? ?????? KA Vollurin ? ?????? ??? ?19 ??? ???? ?? ??? ????????? ??? ?? Youth League, ????? ? ?????? ?????????? ???????????. ?????????? ?? ?????????? ?? ????? ?? ???????? ?? ??????? ??????. ?? ???? ?????????, ? ?????? ??? ?? ????????? ???? 17:00.… pic.twitter.com/wRX4Y91lly
— PAOK FC (@PAOK_FC) October 22, 2025
Evrópuleik KA og PAOK sem átti að fara fram kl. 14:00 á Greifavellinum í dag hefur verið frestað vegna veðurs.
— KA (@KAakureyri) October 22, 2025
Við bíðum enn eftir niðurstöðu UEFA með nýjan leiktíma. Tilkynning væntanleg #LifiFyrirKA pic.twitter.com/uNkEh8jskw
Athugasemdir