Marcel Zapytowski, markvörður ÍBV, hefur framlengt samning sinn við félagið um tvö ár. Fyrri samningur hefði runnið út núna eftir að Bestu deildinni lýkur.
Marcel hefur komið virkilega vel inn í lið ÍBV á tímabilinu en einungis Íslandsmeistarar Víkings hafa fengið á sig færri mörk í deildinni heldur en ÍBV.
Marcel hefur komið virkilega vel inn í lið ÍBV á tímabilinu en einungis Íslandsmeistarar Víkings hafa fengið á sig færri mörk í deildinni heldur en ÍBV.
Hann er 24 ára pólskur markvörður og í tilkynningu ÍBV segir að hann hafi notið þess að vera í Vestmannaeyjum og vilji því vera áfram hjá félaginu.
Hann spilaði 25 leiki á tímabilinu, fékk sjö gul spjöld og verðu ekki með í lokaumferðinni gegn KA þar sem spilað verður um 7. sæti deildarinnar.
Marcel var valinn í úrvalslið neðri hluta deildarinnar hér á Fótbolti.net.
„Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og hlakkar knattspyrnuráð til áframhaldandi samstarfs við markvörðinn," segir í tilkynningunni.
„Það er ekkert leyndarmál að við erum með tvo mjög góða markmenn, mjög gott par. Hjörvar hefur spilað fjóra leiki og staðið sig mjög vel þeim, Marcel hefur heilt yfir verið einn af 3-4 bestu markmönnum deildarinnar út frá tölfræðinni og er markmaður sem hentar okkur mjög vel. Báðir eru þeir tiltölulega ungir. Maður sér, eins og fjölmiðlar hafa bent á, að Marcel hefur bæði unnið fyrir okkur stig en líka tapað stigum fyrir okkur. Það er kannski út af því að hann er bara 24 ára gamall, þannig það er ekkert óeðlilegt. Þeir hafa báðir staðið sig gríðarlega vel og undirstrikar mikilvægi þess að vera með tvo góða markmenn, líka upp á æfingar að gera. ÍBV hefur ekki verið svona góðri stöðu í mörg mörg ár með markmenn," sagði Þorlákur Árnason, Láki, sem er þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir