Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 10:27
Elvar Geir Magnússon
Kom Haítí á HM en hefur aldrei komið til landsins
Sebastien Migne er fyrrum landsliðsþjálfari Kenýa.
Sebastien Migne er fyrrum landsliðsþjálfari Kenýa.
Mynd: EPA
Haítí vann 2-0 sigur gegn Níkaragva og tryggði sér sæti á HM 2026. Athyglisvert er að Sebastien Migne landsliðsþjálfari Haítí hefur aldrei komið til landsins.

Migne er 52 ára Frakki sem tók við Haítí fyrir 18 mánuði en vegna átaka í landinu hefur hann ekki stigið þar fæti. Ferðamenn eru varaðir við því að ferðast til Haítí vegna ástandsins í landinu þar sem glæpatíðni er há; og varað við mannránum, hryðjuverkastarfsemi og borgaralegum óeirðum. Vopnuð glæpagengi hafa tekið nánast öll völd í höfuðborginni.

Haítí hefur spilað heimaleiki sína mörghundruðum kílómetrum frá landinu, á eyríkinu Curacao.

„Venjulega bý ég í löndunum þar sem ég starfa en nú er það ómögulegt vewgna hættunnar. Það eru ekki lengur alþjóðleg flug þanga," segir Migne sem var aðstoðarlandsliðsþjálfari Kamerún á síðasta HM.

Enginn landsliðsmaður Haítí býr á Haítí en þetta er í annað sinn sem þjóðin kemst á HM, hitt skiptið var 1974. Auk Haítí tryggðu Panama og Curacao sér HM sæti.
Athugasemdir
banner
banner