mið 19. nóvember 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Helena Hekla áfram hjá ÍBV
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Hekla Hlynsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV til 2027.

Hún kom fyrst til ÍBV frá Selfossi árið 2018 og spilaði með liðinu tvö tímabil áður en hún gekk aftur í uppeldisfélagið.

Árið 2023 samdi hún aftur við Eyjakonur og hefur síðan þá verið ein af lykilkonum liðsins.

Helena spilaði 16 leiki og skoraði eitt mark er ÍBV vann Lengjudeildina í sumar og hefur hún nú samþykkt að taka slaginn áfram með liðinu næstu tvö árin.

„Hún hefur verið einn af betri bakvörðum Lengjudeildarinnar síðustu ár og því mikið gleðiefni að hún verði áfram leikmaður félagsins næstu tvö tímabil.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi 22 ára leikmaður mikla reynslu sem mun nýtast ungu liði ÍBV vel á næstu tveimur tímabilum,“
segir í yfirlýsingu ÍBV.
Athugasemdir
banner