Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Tók við af Heimi en segir nú upp: Þetta er úrslitabransi
McClaren var aðstoðarstjóri Manchester United.
McClaren var aðstoðarstjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Steve McClaren hefur sagt upp sem landsliðsþjálfari Jamaíku þar sem honum mistókst það verkefni að koma liðinu á HM. McClaren tók við starfinu af Heimi Hallgrímssyni á síðasta ári.

Jamaíka hefði þurft að vinna Curacao en viðureign liðanna endaði 0-0 og Curacao tryggði sér á HM.

Fyrir átján árum hætti McClaren sem landsliðsþjálfari Englands eftir að hafa mistekist að koma liðinu á EM 2008.

„Undanfarna 18 mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf að vera landsliðsþjálfari Jamaíku. Ég hef stýrt liðinu með miklu stolti en fótbolti er úrslitabransi og við náðum ekki markmiði okkar," segir McClaren.

„Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að gera sér grein fyrir því þegar hópur þarf að fá inn nýja rödd, nýja orku og öðruvísi hugmyndir til að komast lengra."
Athugasemdir
banner
banner
banner