Tíminn flýgur og félögin eru byrjuð á fullu að búa sig undir janúargluggann. Hér er allt helsta slúðrið á einum stað en BBC tók saman.
Brighton vill fá spænska sóknarmanninn Gonzalo Garcia (21) lánaðan frá Real Madrid í janúar. Leeds og Sunderland hafa einnig sýnt honum áhuga. (Mail)
Manchester United og Borussia Dortmund vilja fá sænska framherjann Kevin Filling (16) frá AIK í Stokkhólmi. (Florian Plettenberg)
Liverpool leiðir kapphlaupið um ganverska framherjann Antoine Semenyo (25) hjá Bournemouth en Tottenham hefur ekki játað sig sigrað. (Teamtalk)
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, er mikill aðdáandi Semenyo en það yrði erfitt fyrir félagið að ganga að 65 milljóna punda riftunarákvæði í samningi hans við Bournemouth í janúar. (Athletic)
AC Milan hefur áhuga á þýska sóknarmanninum Niclas Fullkrug (32) sem hefur fengið þau skilaboð að hann geti yfirgefið West Ham í janúar. (Corriere dello Sport)
West Ham, Everton og Roma hafa öll áhuga á sóknarmanninum Joshua Zirkzee (24) hjá Manchester United. Zirkzee er ekki í framtíðaráætlunum á Old Trafford. (The I)
Barcelona fylgist grannt með Marc Guehi (25), varnarmanni Crystal Palace, en Liverpool er þó enn líklegast til að krækja í hann. (Cadena SER)
Senegalski sóknarmaðurinn Nicolas Jackson (24) mun ekki snúa aftur til Chelsea í janúar verður áfram á láni hjá Bayern München út tímabilið. (Football Insider)
Tilboð Fulham til stjórans Marco Silva um nýjan samning er til þriggja ára. (Sky Sports)
Vitor Matos, fyrrum þjálfari yngri liða Liverpool, er líklegastur til að taka við Swansea. Hann hefur gert áhugaverða hluti með portúgalska B-deildarliðið Maritimo á þessu tímabili. (TalkSport)
Viðræður Manchester United og Kobbie Mainoo (20) um nýjan samning hafa verið settar á bið en enski miðjumaðurinn vill vera lánaður til Napoli í janúar til að fá meiri spiltíma. (Calciomercato)
Athugasemdir




