Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið á meiðslalistanum síðan í lok ágúst og tók ekkert þátt í undankeppni HM með íslenska landsliðinu.
Danskir sparkspekingar velta því fyrir sér hvort FC Kaupmannahöfn gæti reynt að fá hann lánaðan frá Real Sociedad þegar hann kemur til baka.
Danskir sparkspekingar velta því fyrir sér hvort FC Kaupmannahöfn gæti reynt að fá hann lánaðan frá Real Sociedad þegar hann kemur til baka.
„Ég er ekki að segja að FCK geti keypt hann en ég gæti séð þá fá hann lánaðan til að gefa honum spiltíma og koma honum aftur í gang," segir Farzam Abolhosseini frá Tipsbladet í danska hlaðvarpsþættinum Transferguru.
„Þetta er mjög góð hugmynd og ætti að hagnast öllum aðilum. Ég veit að Orri elskar Kaupmannahöfn," segir Kasper Larsen.
Orri lék 62 leiki fyrir FC Kaupmannahöfn áður en hann var seldur til Spánar.
Athugasemdir


