Enski vængmaðurinn Jadon Sancho er í viðræðum við þrjú félög í Tyrklandi.
Sancho var lánaður til Aston Villa frá Manchester United í sumarglugganum eftir vonbrigðadvöl hjá Chelsea og Borussia Dortmund.
Hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki með Villa á tímabilinu og liggur framtíð hans enn og aftur í lausu lofti.
CaughtOffside segir að þrjú félög í Tyrklandi séu í viðræðum við Sancho og umboðsmenn hans.
Félögin sem um ræðir eru risarnir í Tyrklandi; Besiktas, Fenerbahce og Galatasaray sem eru öll í leit að vængmanni.
Man Utd vill helst af öllu selja hann í janúarglugganum og er reiðubúið að leyfa honum að fara fyrir lítinn pening til þess að losa hann af launaskrá en hann þénar um það bil 13 milljónir punda í árslaun hjá enska stórveldinu.
Athugasemdir




