Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Fjölnir 
Aron Fannar heim í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Fjölnir
Aron Fannar Hreinsson er genginn í raðir Fjölnis, hann er uppalinn hjá félaginu og kemur frá Ægi. Hann skoraði þrjú mörk í tólf leikjum með Ægi í sumar og hjálpaði liðinu að vinna 2. deild. Hann tekur slaginn með Fjölni sem verður í 2. deild í sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í sumar.

Frétt á heimasíðu Fjölnis
Aron Fannar er 23 ára sóknarmaður sem hefur spilað 108 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 24 mörk. Eftir að hafa spilað upp alla yngri flokka Fjölnis og leikið með Vængjum Júpíters gekk Aron Fannar til lið við Þrótt Reykjavíkið árið 2022. Síðustu ár hefur hann spilað með Þrótti Reykjavík, ÍR og Ægir.

„Ég valdi Fjölni, því mig langaði að koma heim vinna 2. deildina með liðinu. Ég er mjög spenntur fyrir því að takast á við þessa áskorun og gera vel fyrir liðið," segir Aron Fannar.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Aron Fannar aftur heim enda magnaður leikmaður hér á ferð," segir Birgir Birgisson sem er rekstrarstjóri fótboltadeildar Fjölnis.

„Aron Fannar styrkir okkur, hann hefur mikinn hraða og er ósérhlífinn, hann er Fjölnismaður inn að beini og kemur með hjarta inní þetta og hjálpar okkur að ná markmiðum okkar," segir þjálfarinn Gunnar Már Guðmundsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner