Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   fim 23. janúar 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Meiðsli Vardy ekki alvarleg
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, telur að meiðsli Jamie Vardy séu ekki alvarleg.

Vardy fór af velli í 4-1 sigrinum á West Ham í gær og margir stuðningsmenn Leicester höfðu áhyggjur þá.

Rodgers telur að Vardy verði ekki lengi frá keppni.

„Þetta var ekki aftan í læri sem er gott. Ég vona að þetta jafni sig á nokkrum dögum," sagði Rodgers eftir leik.

Vardy hefur átt gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað sautján mörk og lagt upp fjögur.
Athugasemdir
banner
banner