Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. janúar 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hræðileg byrjun á árinu hjá Arsenal - Gerðist síðast 2005
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þarf að finna lausnir.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þarf að finna lausnir.
Mynd: EPA
Það er óhætt að segja að Arsenal hafi ekki farið þetta ár vel af stað. Liðið hefur ekki enn unnið leik.

Hingað til á þessu ári hefur Arsenal gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum. Liðið er úr leik í báðum bikarkeppnunum á Englandi og mun ekki vinna titil á þessu tímabili.

Í dag gerði liðið markalaust jafntefli við Burnley - botnlið ensku úrvalsdeildarinnar - á heimavelli.

Það eru ekki ásættanleg úrslit fyrir Arsenal, en það sem meira er - að þá hefur liðið ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum. Það gerðist síðast í desember 2005, að Arsenal fór í gegnum fjóra keppnisleiki í röð án þess að skora.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þarf að finna lausnir því með þessu áframhaldi verður niðurstaðan ekki góð þegar talið verður upp úr pokanum í maí.


Athugasemdir
banner
banner