Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Opnunarleikur EM 2021 verður á Old Trafford
Opnunarleikur EM 2021 verður leikinn á Old Trafford.
Opnunarleikur EM 2021 verður leikinn á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta hvar opnunarleikur Evrópumóts kvenna á Englandi árið 2021 verður spilaður.

Old Trafford í Manchester mun hýsa opnunarleikinn þann 7. júlí árið 2021, völlurinn tekur um 75 þúsund manns í sæti.

Phil Neville núverandi þjálfari enska kvenna landsliðsins lék á Old Trafford sem leikmaður á sínum tíma, honum finnst fréttirnar ánægjulegar.

„Þetta verður stórkostlegt, þegar byrjað var að skipuleggja þetta mót fyrir nokkrum árum var verið að hugsa um að spila þetta mót á litlum völlum en nú er staðan þannig að fyrsti leikurinn verður spilaður á Old Trafford," sagði Neville.

Old Trafford er ekki eini úrvalsdeildarvöllurinn þar sem spilað verður á mótinu, einnig verður spilað á heimavelli Brighton, Southampton og Sheffield United.

Úrslitaleikurinn verður leikinn á Wembley 1. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner