Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. mars 2019 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hudson-Odoi: Trúði því ekki að þetta væri að gerast
Hudson-Odoi kom inn á fyrir Raheem Sterling.
Hudson-Odoi kom inn á fyrir Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Draumur rættist hjá Callum Hudson-Odoi, ungum leikmanni Chelsea, í gær þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir enska A-landsliðið.

Hudson-Odoi kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu 20 mínúturnar þegar England vann 5-0 sigur gegn Tékklandi í undankeppni EM í gær.

Hudson-Odoi er aðeins 18 ára gamall. Það var sögulegt að sjá hann og Jadon Sancho saman inn á.

Þessi efnilegi leikmaður viðurkenndi í viðtali við Sky Sports eftir leikinn að það hefði komið sér mikið á óvart að fá að spila í leiknum.

„Ég er mjög ánægður. Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér að komast hingað," sagði Hudson-Odoi.

„Ég trúði því ekki þegar mér var sagt að gera mig tilbúinn í að koma inn á. Ég trúði því ekki að þetta væri að gerast. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, en ég var mjög ánægður. Vonandi mun ég spila fleiri leiki."



Athugasemdir
banner
banner
banner