
Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2024. Okkar strákar hefja sína vegferð á erfiðum útivelli í Bosníu.
Aron Einar Gunnarsson er í leikbanni og Sverrir Ingi Ingason er meiddur. Það er stór skörð sem eru höggvin í okkar lið.
Það var umræða um það að Guðlaugur Victor Pálsson færi í miðvörðinn eftir meiðsli Sverris, en hann byrjar í hægri bakverði í þessum leik. Daníel Leó Grétarsson kemur inn í miðvörðinn og leikur þar við hlið Harðar Björgvins Magnússonar.
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, kemur inn á miðjuna og verður þar fyrir aftan Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða, og Hákon Arnar Haraldsson, mest spennandi leikmann liðsins.
Aron Einar Gunnarsson er í leikbanni og Sverrir Ingi Ingason er meiddur. Það er stór skörð sem eru höggvin í okkar lið.
Það var umræða um það að Guðlaugur Victor Pálsson færi í miðvörðinn eftir meiðsli Sverris, en hann byrjar í hægri bakverði í þessum leik. Daníel Leó Grétarsson kemur inn í miðvörðinn og leikur þar við hlið Harðar Björgvins Magnússonar.
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Norrköping, kemur inn á miðjuna og verður þar fyrir aftan Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliða, og Hákon Arnar Haraldsson, mest spennandi leikmann liðsins.
Lestu um leikinn: Bosnía og Hersegóvína 3 - 0 Ísland

Byrjunarlið Íslands:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
3. Davíð Kristján Ólafsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Hákon Arnar Haraldsson
9. Jón Dagur Þorsteinsson
10. Arnór Sigurðsson
11. Alfreð Finnbogason
14. Daníel Leó Grétarsson
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Hörður Björgvin Magnússon
Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net. Það er mikilvægt fyrir íslenska liðið að byrja á góðum úrslitum.
Athugasemdir