Það er sannkallaður stórleikur á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik og Stjarnan eigast þá við í nágrannaslag í Bestu deild karla.
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan áhugaverða slag. Hinn efnilegi Ásgeir Helgi Orrason kemur inn í vörn Blika eftir að hafa byrjað fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins á bekknum en hann fær sóknardúó Stjörnunnar, Andra Rúnar og Emil Atla, beint í fangið. Alvöru prófraun sem það verður fyrir þennan spennandi hafsent.
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan áhugaverða slag. Hinn efnilegi Ásgeir Helgi Orrason kemur inn í vörn Blika eftir að hafa byrjað fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins á bekknum en hann fær sóknardúó Stjörnunnar, Andra Rúnar og Emil Atla, beint í fangið. Alvöru prófraun sem það verður fyrir þennan spennandi hafsent.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Stjarnan
Annars gera Blikar tvær aðrar breytingar frá tapinu gegn Fram á dögunum. Kristinn Steindórsson og Ágúst Orri Þorsteinsson koma einnig inn í liðið á meðan Viktor Karl Einarsson og Anton Logi Lúðvíksson fara á bekkinn. Aron Bjarnason fer einnig á bekkinn.
Stjarnan gerir tvær breytingar frá 2-1 sigrinum gegn ÍA. Guðmundur Kristjánsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason detta út og er sá fyrrnefndi ekki í hóp. Inn í þeirra stað koma Daníel Finns Matthíasson og Baldur Logi Guðlaugsson.
Leikurinn fer af stað klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Tobias Thomsen
Byrjunarlið Stjörnunnar:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason (f)
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Athugasemdir