Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. maí 2020 22:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ornstein: Smitin tvö koma úr herbúðum tveggja nýrra félaga
Mynd: Getty Images
Í kvöld tilkynnti úrvalsdeildin um tvö smit úr annari umferð skimanna. Alls voru tæplega þúsund manns skimaðir vegna veirunnar í þessari umferð. Þetta eru bæði leikmenn úrvalsdeildarfélaganna og annað starfsfólk þeirra.

Alls eru smitaðir því alls orðnir átta og koma þeir samkvæmt heimildum David Ornstein, hjá TheAthletic, frá fimm félögum. Ornstein greinir frá því að þeir sem greindust með veiruna í kvöld koma ekki úr herbúðum þeirra félaga sem þegar hafði a.m.k. einn einstakling greindan með veiruna.

Félögin voru þrjú fyrir kvöldið og nú eru þau orðin fimm þar sem einn eða fleiri eru smitaðir. Alls hafa 1744 prófanir verið gerð og voru þær 996 í þessari 2. umferð.

Þrír einstaklingar úr herbúðum Watford eru smitaðir og einn úr herbúðum Burnley. Fyrst félögin eru fimm þá er ljóst að smitin tvö úr fyrstu umferð, sem ekki hefur verið greint frá hvaðan koma, koma frá sama félaginu. Í kvöld komu í ljós tvö stök smit úr herbúðum tveggja félaga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner