Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fim 23. maí 2024 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum skrefi nær Sambandsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Willum Þór Willumsson og félagar í Go Ahead Eagles eru skrefi nær Sambandsdeildinni eftir sigur á NEC Nijmegen í kvöld.


Í Hollandi er spilað í útsláttakeppni um sæti í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð en liðin í 6. - 9. sæti keppast um þetta eina sæti. NEC hafnaði í sjötta sæti og GA Eagles í 9. sæti.

Willum var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Það var markalaust í hálfleik en NEC komst yfir. Ernirnir svöruðu með tveimur mörkum og 2-1 því lokatölur.

Go Ahead Eagles mætir annað hvort Utrecht eða Sparta Rotterdam í úrslitunum en sá leikur er í gangi og staðan markalaus eftir um tuttugu mínútna leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner