Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 23. júní 2021 12:42
Elvar Geir Magnússon
Regnbogadeilurnar harðna - Viktor Orban hættir við að mæta
Viktor Orban, hinn umdeildi forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban, hinn umdeildi forsætisráðherra Ungverjalands.
Mynd: EPA
Regnbogalitaður Allianz Arena á leik Bayern München í þýsku deildinni í upphafi ársins.
Regnbogalitaður Allianz Arena á leik Bayern München í þýsku deildinni í upphafi ársins.
Mynd: Getty Images
Viktor Orban, hinn umdeildi forsætisráðherra Ungverjalands, hefur aflýst heimsókn sinni til Þýskalands en hann ætlaði að vera viðstaddur leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld.

Harðar deilur hafa skapast eftir að UEFA hafnaði beiðni borgarstjóra München um að keppnisvöllurinn, Allianz Arena, yrði lýstur upp í regnbogalitunum.

Borgarstjórinn, Dieter Reiter, sendi inn beiðnina til að mótmæla nýjum reglum í Ungverjalandi sem þrengja að réttindum hinsegin fólks. Bannað er að deila hlutum sem eru talin styðja við samkynhneigð eða kynbreytingu til fólks sem er undir 18 ára.

UEFA hafnaði beiðninni frá Þýskalandi á þeim forsendum að pólitísk skilaboð eigi ekki heima í íþróttinni, UEFA sé stjórn­mála­lega og trú­ar­lega hlut­laust.

UEFA hefur fengið harða gagnrýni eftir höfnunina. Í morgun setti UEFA svo regnbogalitina á merki sitt á samfélagsmiðlum og sagði í tilkynningu að þó beiðnin frá Þýskalandi hafi verið pólitísk þá séu regnbogalitirnir það ekki.

Ákveðið hefur verið að lýsa upp ýmsar opinberar byggingar í regnbogalitunum í München núna á leikdegi og fánum í litunum verður dreift til áhorfenda fyrir leik. Þá mun Manuel Neuer, markvörður Þýskalands, vera með fyrirliðaband í regnbogalitunum eins og hefur verið raunin í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu.

Lokaumferð F-riðils Evrópumótsins fer fram í kvöld. Leikur Þýskalands og Ungverjalands hefst klukkan 19:00 en á sama tíma mætast Portúgal og Frakkland.
Athugasemdir
banner
banner
banner