Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 23. júní 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ánægð með lærdómsríkt tímabil - „Sumir leikir frábærir aðrir ekki eins góðir"
Mynd: Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir spilaði sitt fyrsta tímabil með þýska stórveldinu Bayern München á síðustu leiktíð en hún lærði ýmislegt af því og tekur það með sér inn í næsta tímabil.

Bayern keypti Glódísi frá sænska félaginu Rosengård síðasta sumar.

Hún hafnaði í 2. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili og þá datt liðið úr leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðið beið lægri hlut fyrir Paris Saint-Germain.

Glódís er ánægð með margt en tekur þetta í reynslubankann og mætir þægilegri inn í næsta tímabil.

„Já, ég er það að mörgu leyti. Þetta var mjög lærdómsríkt fyrir mig og upp og niður og alls konar. Læra inn á nýja fótboltamenningu og bara alls konar, en ég er mjög spennt fyrir næsta tímabili þar sem maður hefur komið sér betur fyrir og kann inn á allt. Það verður þægilegra."

„Já, klárlega. Þetta var ekki mitt besta tímabil. Sumir leikir frábærir og aðrir ekki eins góðir. Margt sem hefði mátt fara betur en líka ánægð með margt,"
sagði Glódís við Fótbolta.net.

Þrír Íslendingar eru á mála hjá Bayern. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var þar fyrir og þá kom Cecilía Rán Rúnarsdóttir frá Everton í byrjun ársins.

„Það er ótrúlega gaman og við náum vel saman. Þægilegt að geta talað íslensku og svona. Það er frábært," sagði Glódís ennfremur.
Glódís Perla: Megum ekki fara aftur í gamla pakkann
Athugasemdir
banner
banner