Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. júní 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - KR-ingar eiga harma að hefna gegn Blikum
KR mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli
KR mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn leikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld en Breiðablik og KR eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15.

Liðin mættust á Meistaravöllum í apríl þar sem Breiðablik hafði betur, 1-0.

Markið þótti nokkuð umdeilt en margir vildu meina að að Gísli Eyjólfsson hafi verið brotlegur í aðdraganda marksins.

Nú mætast þau öðru sinni og núna á Kópavogsvelli. Blikar eru á toppnum með 27 stig en KR í 6. sæti með 16 stig.

HK mætir þá Kórdrengjum í Lengjudeild karla í Kórnum klukkan 19:15 en á sama tíma spilar Grótta við Fylki á Vivaldivellinum.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)

Lengjudeild karla
19:15 HK-Kórdrengir (Kórinn)
19:15 Grótta-Fylkir (Vivaldivöllurinn)

Lengjudeild kvenna
19:15 Tindastóll-Augnablik (Sauðárkróksvöllur)
19:15 Haukar-Fjölnir (Ásvellir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner