Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 23. júlí 2020 21:38
Magnús Már Einarsson
Ítalía: Lazio tryggði Meistaradeildarsætið
Lazio 2 - 1 Cagliari
0-1 Giovanni Simeone ('45 )
1-1 Sergej Milinkovic-Savic ('47 )
2-1 Ciro Immobile ('60 )

Lazio tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili með 2-1 sigri á Cagliari í Serie A í kvöld.

Cagliari leiddi í leikhléi en Sergej Milinkovic-Savic og Ciro Immobile sneru taflinu við fyrir Lazio í síðari hálfleik.

Lazio er með 72 stig í fjórða sæti, ellefu stigum á undan nágrönnum sínum í Roma, þegar þrjár umferðir eru eftir.

Lengi vel var Lazio í titilbaráttu en liðið hafði fyrir leikinn í kvöld tapað fjórum af síðustu fimm leikjum.

Athugasemdir
banner