Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 23. september 2023 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Burnley og Man Utd: Evans í vörninni - Jói Berg byrjar
Jonny Evans er í vörn United
Jonny Evans er í vörn United
Mynd: Getty Images
Burnley og Manchester United eigast við í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Turf Moor klukkan 19:00 í kvöld.

Vincent Kompany er tilneyddur til að gera eina breytingu en Aaron Ramsey kemur inn fyrir Lyle Foster, sem fékk að líta rauða spjaldið í síðasta deildarleik. Jóhann Berg Guðmundsson er þá í liðinu

Það eru þá óvæntar fréttir í liði United. Hinn 35 ára gamli Jonny Evans er í hjarta varnarinnar með Victor Lindelöf. Hannibal Mejbri og Scott McTominay byrja einnig, en þeir Sofyan Amrabat og Raphael Varane eru á bekknum.

Harry Maguire, Lisandro Martínez og Mason Mount eru ekki í hóp.

Burnley: Trafford, Beyer, Roberts, Al Dakhil, Taylor, Koleosho, Ramsey, Gudmundsson, Brownhill(c), Cullen, Amdouni

Man Utd: Onana, Evans, Lindelöf, Diogo Dalot, Reguilón, McTominay, Mejbri, Casemiro, Bruno Fernandes(c), Højlund, Rashford
Athugasemdir
banner
banner