Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Þurfum að fylgja fordæmi Liverpool
Antonio Conte er hrifinn af því sem Jürgen Klopp hefur gert hjá Liverpool
Antonio Conte er hrifinn af því sem Jürgen Klopp hefur gert hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Ítalski knattpyrnuþjálfarinn Antonio Conte segir að lærisveinar hans hjá Inter verði að fylgja fordæmi enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool og leggja harðar að sér.

Conte hefur gert frábæra hluti með Inter-liðið frá því hann tók við keflinu á síðasta ári en hann kom liðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og hefur þá barist við Juventus um titilinn á Ítalíu.

Liðið hefur ekki unnið í síðustu þremur leikjum í Seríu A en Conte vonast til að leikmenn hans fari að fordæmi Liverpool sem hefur stöðugt bætt sig á milli ára. Liverpool vann Meistaradeildina á síðasta ári og tók þá ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð auk þess sem liðið vann Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.

„Við verðum alltaf að gefa 110 prósent í að ná í góð úrslit og ofan á það spila vel. Við verðum að leggja hart að okkur. Tökum Jürgen Klopp og Liverpool sem dæmi. Þetta lið var ekki að vinna neitt í þessi fjögur ár og núna er þetta stríðsvél," sagði Conte.

„Við erum að byggja eitthvað mikilvægt hérna og ég veit ekki hvort það mun skila sér í titlum á stuttum tíma en ég veit að við erum á réttri leið. Maður sér það út á við að það er kominn góður strúktúr á liðið ólíkt síðustu árum og það gerir mig ánægðan," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner