Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   sun 23. október 2022 11:00
Aksentije Milisic
Mourinho fyrir stórleikinn: Ég gæti reynt að sparka í Kvaratskhelia
Kvaratskhelia er frábær spilari.
Kvaratskhelia er frábær spilari.
Mynd: EPA

Það er stórleikur á dagskrá í Serie A deildinni í kvöld en þá mætast AS Roma og Napoli á smekkfullum Stadio Olimpico í Róm.


Napoli situr í efsta sæti deildarinnar með 26 stig en Rómverjar eru í því fjórða með 22 stig og því um gífurlega mikilvægan leik að ræða.

Georgíumaðurinn Kvicha Kvaratskhelia hefur verið stórkostlegur í liði Napoli í vetur og hefur hann hrifið marga fótboltaaðdáendur með tækni sinni og hraða. Hann er kominn með sjö mörk og átta stoðsendingar í einungis 14 leikjum á þessari leiktíð.

Fréttamaður frá Georgíu spurði Jose Mourinho, þjálfara Roma, að því hvernig hann ætli sér að stöðva Kvaradonna, eins og hann er kallaður í Napoli, á morgun.

„Hvað ætla ég gera? Ekki neitt…Í mesta lagi, ef hann hleypur framhjá mér, þá gæti ég reynt að sparka í hann,” sagði Mourinho léttur.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport3.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner