Það fór fram ótrúlegur leikur í Flórens í gær þegar Fiorentina og Inter mættust í Serie A deildinni á Ítalíu.
Eftir brösuga byrjun hefur Inter verið að rétta mikið úr kútnum og var sigurinn í gær sá þriðji í röð í deildinni hjá liðinu.
Leikurinn var ótrúlegur þar sem Inter komst snemma í tveggja marka forystu en þeir fjólubláu svöruðu og jöfnuðu leikinn.
Lautaro Martinez skoraði tvö mörk í gær en hann hefur verið sjóðandi heitur í liði Inter að undanförnu. Argentínumaðurinn kom Inter yfir úr vítaspyrnu en Serbinn Luka Jovic hélt að hann væri að tryggja Fiorentina stig með flottu marki á lokamínútu leiksins.
Inter gerði sér lítið fyrir og fór í sókn og náði að klára leikinn í uppbótartíma með marki frá Henrikh Mkhitaryan en hann nýtti sér hörmuleg mistök í vörninni hjá heimamönnum.
Romelu Lukaku er að koma til baka eftir meiðsli og ætti hann að vera klár í leikinn mikilvæga í Meistaradeildinni í þessari viku en hann fagnaði sigrinum með færslu á Instagram sem og tyrkinn Hakan Calhanoglu.
Calhanoglu skrifaði til stuðningsmanna Inter: „Interisti, látið mig vita ef þið eruð enn á lífi" á Instagram eftir leik en það urðu algjörar senur eins og gefur að skilja hjá stuðningsmönnum Inter þegar liðið náði að koma til baka í þessari sjö marka veislu.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Atalanta | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2 | Bologna | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
3 | Cagliari | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
4 | Como | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
5 | Cremonese | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Fiorentina | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
7 | Genoa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
8 | Inter | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
9 | Juventus | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
10 | Lazio | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
11 | Lecce | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
12 | Milan | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
13 | Napoli | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
14 | Parma | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
15 | Pisa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
16 | Roma | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
17 | Sassuolo | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Torino | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
18 | Empoli | 38 | 6 | 13 | 19 | 33 | 59 | -26 | 31 |
19 | Venezia | 38 | 5 | 14 | 19 | 32 | 56 | -24 | 29 |
19 | Udinese | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
20 | Verona | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
20 | Monza | 38 | 3 | 9 | 26 | 28 | 69 | -41 | 18 |