Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   sun 23. október 2022 11:20
Aksentije Milisic
Segir að Kepa hefði átt að verja skallann hjá Casemiro

Tim Howard, fyrrverandi markvörður í ensku úrvaldeildinni, gagnrýndi Kepa Arrizabalaga eftir leikinn í gær en Howard segir að Kepa hefði átt að gera betur í jöfnunarmarki Manchester United.


Allt stefndi í sigur Chelsea þegar Jorginho skoraði af vítapunktinum seint í leiknum en United gafst ekki upp. Casemiro jafnaði metin seint í uppbótartímanum með skalla sem Kepa varði í stöngina og þaðan fór boltinn rétt yfir línuna.

Tæpara mátti það ekki standa og skallinn frá Casemiro var frábær en Howard setur samt spurningamerki við Kepa.

„Hrós til Casemiro, þetta er góður skalli. En ég verð að segja að Kepa nær heilum lófa á boltann, þá á hann að verja þetta," sagði Howard.

„Hann ætti að ná að slá boltann útaf og í hornspyrnu. Það hefði orðið mjög góð varsla og þetta var mjög, mjög tæpt."

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en liðin eru í fimmta og fjórða sæti deildarinnar með eitt stig á milli þeirra.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner