Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   sun 23. október 2022 15:30
Aksentije Milisic
Þýskaland: Óvænt úrslit þegar botnliðið skellti toppliðinu
Bochum gerði sér lítið fyrir og vann.
Bochum gerði sér lítið fyrir og vann.
Mynd: EPA

Bochum 2 - 1 Union Berlin
1-0 Philipp Hofmann ('43 )
2-0 Gerrit Holtmann ('71 )
2-0 Milos Pantovic ('78 , Misnotað víti)
2-1 Milos Pantovic ('90)

Það urðu mjög óvænt tíðindi í eina leik dagsins í þýska boltanum en þar mættust neðsta lið deildarinnar, Bochum, og toppliðið, Union Berlin.


Bochum gerði sér lítið fyrir og vann aðeins sinn annan leik í deildinni í vetur en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Philipp Hofmann skoraði á markamínútunni góðu og kom Bochum í forystu rétt fyrir leikhlé.

Staðan var 1-0 fram að 71. mínútu en þá gulltryggði Gerrit Holtmann sigurinn fyrir Bochum sem fer nú úr botnsætinu og upp fyrir Schalke í 19. sæti deildarinnar.

Union Berlin gat komist inn í leikinn þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka en þá klúðraði Milos Pantovic vítaspyrnu og því tókst toppliðinu ekki að setja spennu í leikinn.

Milos náði hins vegar að bæta upp fyrir vítaklúðrið og skora í uppbótartímanum en það var of lítið og of seint.

Union er með einu stigi meira en Bayern þegar ellefu umferðir eru búnar.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
5 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
6 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
7 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
16 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner