Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 23. nóvember 2019 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Kristjáns: Hefði ekkert á móti því ef Emil spilaði með FH næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í viðtali við Fótbolta.net eftir leik liðsins gegn KR í Bose-mótinu. KR sigraði leikinn, 0-1, leikið var í Skessunni í Hafnarfirði.

„Það er fínt að byrja í nóvember, tími til að sjá, sérstaklega þessa yngri, spila," sagði Ólafur eftir leik i dag. Tveir 15 ára leikmenn léku með FH í leiknum í dag.

Eru einhverjir yngri leikmannana sem Ólafur sér fyrir sér spila næsta sumar?

„Logi Róbertsson sem spilaði í miðverðinum spilaði feikilega vel í dag. Við vitum að Þórir Jóhann og Jónatan geta spilað í Pepsi-deildinni."

„Þessir yngri fá hér tækifæri til að mæla sig við Íslandsmeistarana sem er erfitt en þá vita þeir hvað þarf til þess að spila, það er betra fyrir þá að spila á þennan hátt frekar en að spila ekki."


Emil Hallfreðsson og Viktor Smári Segatta spiluðu með FH í leiknum í dag. Stefnir Óli á semja við þá fyrir næstu leiktíð?

„Viktor er að æfa með okkur, spennandi strákur. Við vitum allir hvað landsliðsmaðurinn Emil getur í fótbolta. Frábært fyrir okkur að fá hann til að miðla af sér á æfingum hjá okkur. Hvað verður er ómögulegt að segja."

„Ég myndi ekkert hafa á móti því ef Emil spilaði í FH næsta sumar, frábær í fótbolta og góður drengur. Hann er velkominn í Krikann og hann veit það, alltaf,"
sagði Óli um Emil Hallfreðsson.
Athugasemdir
banner