Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Scholes ekki skemmt: Hefðu allir átt að fara
Phelan og Solskjær. Við hliðina á þeim eru Carrick og McKenna.
Phelan og Solskjær. Við hliðina á þeim eru Carrick og McKenna.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, er ekki sáttur með að Ole Gunnar Solskjær hafi einn þurft að taka sökina hjá félaginu.

Solskjær var látinn fara frá United eftir 1-4 tap gegn Watford um síðustu helgi. Hann hafði stýrt liðinu í tæp þrjú ár.

Norðmaðurinn hvarf á braut en þeir sem hafa aðstoðað hann eru áfram hjá félaginu. Michael Carrick, sem var í þjálfarateymi Jose Mourinho og Solskjær, stýrir liðinu á meðan leitað er að annarri lausn. Þá eru Mike Phelan og Kieran McKenna, sem þjálfuðu liðið með Solskjær, einnig áfram hjá félaginu.

Scholes finnst þetta lélegt. „Ég myndi skammast mín ef ég væri í þjálfarateyminu núna. Þeir hefðu allir átt að fara, það átti að reka þá eða þá að þeir áttu að ganga í burtu frá þessu. Þeir hafa brugðist félaginu jafnmikið og Ole."

Carrick stýrir liðinu gegn Villarreal í Meistaradeildinni, í leik sem er núna í gangi. Phelan og McKenna eru honum til aðstoðar.
Athugasemdir
banner
banner