Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 24. janúar 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilbúin að selja, en er Vlahovic tilbúinn?
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: EPA
Fiorentina er opið fyrir því að selja serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic áður en janúarglugginn lokar.

Samningur Vlahovic endar 2023 og hann kemur ekki til með að skrifa undir nýjan samning. Félagið ætlar sér að selja hann áður en samningurinn rennur út.

Arsenal, Tottenham og Juventus eru öll á eftir serbneska framherjanum sem leikur sér að því að skora Ítalíu.

„Ensk félög hafa haft samband, en það er ekkert samkomulag. Við erum opin fyrir því að selja en það mun ekkert ganga upp nema Vlahovic samþykki," sagði Joe Barone, stjórnarmaður Fiorentina, við La Nazione.

Vlahovic er sagður ætla sér að klára tímabilið með Fiorentina og fara næsta sumar. Hann er ekki sagður spenntur fyrir því að fara í janúar þar sem hann mun þá ekki fá eins góðan tíma til að aðlagast nýju félagi. Barone segist ekki hafa heyrt frá umboðsmönnum Vlahovic og veit ekki hvernig staðan er.
Athugasemdir
banner
banner