Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 12:40
Aksentije Milisic
Guardiola: Rooney má koma til mín hvenær sem er
Mynd: Getty Images

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, sagði í viðtali á dögunum að hann vildi vera í þjálfarateymi Pep Guardiola.


„Ef Pep Guardiola kæmi og myndi biðja mig um að vera aðstoðarmaður myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um. Maður sér hvað Arteta er að gera núna og ég trúi því að mikið af því er það sem hann lærði af því sem Guardiola var að gera," sagði Rooney í hlaðvarpsþættinum Stick to Football á Sky Bet.

Rooney var rekinn frá Birmingham fyrr á þessu ári en byrjunin á þjálfaraferils hans hefur ekki verið dans á rósum.

„Hann má koma og vinna með mér hvenær sem er," sagði Pep fyrir leikinn gegn Bournemouth í dag.

„Hann er einn besti leikmaðurinn í sögu Englands. Það er gaman að fá svona hrós frá honum."


Athugasemdir
banner
banner
banner