Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. mars 2020 21:04
Brynjar Ingi Erluson
Sleðaumferð á Grenivíkurvelli - „Þetta er stranglega bannað"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Knattspyrnudeild Magna Grenivíkur birti tilkynningu á vefsvæði sínu á Facebook í kvöld en þar kemur fram að fólk hefur undanfarna daga verið að keyra yfir Grenivíkurvöll á snjósleðum.

Magnamenn undirbúa sig fyrir átökin í 1. deildinni í sumar en völlur liðsins er þakinn snjó á þessum árstíma.

Sleðavanir menn hafa verið að keyra yfir völlinn síðustu daga og eru Magnamenn ósáttir við þetta.

Öll sleðaumferð er bönnuð á vellinum og er fólk vinsamlegast beðið um að virða það.

„Takið eftir!
Akstur snjósleða er stranglega bönnuð á og við Grenivíkurvöll. Borið hefur á því síðustu vikuna og í dag að sleðar eru að keyra yfir völlinn, við viljum vinsamlegast koma því á framfæri við íbúa að láta það berast að öll sleðaumferð er stranglega bönnuð á Grenivíkurvelli,"
er skrifað á síðu Magna.


Athugasemdir
banner