Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Kristinn Freyr: Óli Jó tekur réttar ákvarðanir í 99,9% tilfella
Kristinn Freyr
Kristinn Freyr
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson er byrjaður að sprikla með Valsmönnum í Pepsi Max-deildinni en hann hefur komið við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins í deildinni.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli og verið að jafna sig á veikindum frá því í desember.

„Það er mjög ánægjulegt en það vantar svolítið upp á, áður en ég kemst í almennilegt leikform. Síðasti leikurinn fyrir meiðslin var auðvitað bara síðasti leikurinn í deildinni í fyrra svo þetta er langur tími," sagði Kristinn Freyr sem býst ekkert við því að vera fara byrja í næstu leikjum Vals.

„Næsta mánuðinn verða ég sennilega bara í því hlutverki að koma inná og reyna hjálpa liðinu þannig."

„Læknirinn var steinhissa þegar ég hitti hann eftir fyrsta leikinn yfir því að ég hafi verið að spila leik deginum áður. Það var talað um að þetta gæti tekið hálft ár og upp í eitt ár að jafna sig og ég er kominn á völlinn fimm mánuðum seinna. Það er ánægjulegt," sagði Kristinn Freyr.

Valur mætir Breiðabliki í 6. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudagskvöldið.

„Það er mikilvægur leikur og liðið er í smá brekku. Það þýðir ekkert að vera gefast upp núna. Það er ekkert gaman að þessu nema það sé smá mótlæti líka. Við verðum bara að sýna úr hverju við erum gerðir og sýna afhverju við urðum Íslandsmeistarar í fyrra og árið þar áður. Ef við náum að rífa okkur almennilega í gang á næstunni og náum að tengja nokkra sigurleiki í röð þá getum við farið að berjast á toppnum aftur."

Mikið fjölmiðlafjár hefur verið í kringum Valsliðið undanfarnar vikur eftir að Ólafur Jóhannesson tjáði sóknarmanninum, Gary Martin að hann mætti fara frá félaginu. Gary hefur ekki æft með Valsliðinu síðan þá.

„Þetta hefur ekkert truflað mig eða okkur. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir allan hópinn. Þetta hefur allavegana ekki truflað mig," sagði Kristinn Freyr sem viðurkennir að þetta hafi komið sér á óvart.

„Þetta kom held ég öllum á óvart en ef það er eitthvað sem ég hef lært í þessu þá er það það að kóngurinn Óli Jó. tekur réttar ákvarðanir í 99,9% tilfellum. Ef hann telur þetta vera rétta ákvörðun þá treysti ég og við því," sagði Kristinn Freyr að lokum í samtali við Fótbolta.net.

6. umferðin:

laugardagur 25. maí
16:00 HK-Grindavík (Kórinn)
16:30 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
18:00 Víkingur R.-KR (Eimskipsvöllurinn)

sunnudagur 26. maí
17:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner