Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. maí 2020 17:30
Brynjar Ingi Erluson
Inter reyndi allt til að fá Messi frá Barcelona
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter reyndi allt til að fá argentínska leikmanninn Lionel Messi frá Barcelona árið 2008 en Marco Branca, fyrrum tæknilegur ráðgjafi Inter, ræðir þetta í viðtali við Libero.

Branca starfaði fyrir Inter frá 2002 til 2014 og var maðurinn á bakvið kaupin á Diego Milito, Wesley Sneijder og Samuel Eto'o á sínum tíma.

Hann reyndi að fá Messi til Inter árið 2008 en það gekk þó ekki eftir. Messi var þá að klára fjórða tímabilið sitt með Börsungum en hann vildi ekki yfirgefa félagið.

„Við reyndum að fá hann en Leo vildi ekki fara frá Barcelona. Hann stóð í þakkarskuld við Barcelona og peningarnir eru ekki alltaf í fyrsta sæti, " sagði Branca.

Massimo Moratti, fyrrum forseti Inter, segir einnig að félagið hafi reynt að fá Messi en að það sé nokkuð öruggt að hann eigi aldrei eftir að semja við annað félag.

„Það er draumur allra að fá hann en hann mun ekki fara frá Barcelona. Hann er samt besti leikmaður heims," sagði Moratti.
Athugasemdir
banner
banner