Það stefnir allt í að Sergio Busquets yfirgefi Barcelona í sumar en þessi 34 ára gamli miðjumaður er uppalinn hjá félaginu.
Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins árið 2008 og hefur verið lykilmaður allar götur síðan.
Það er óvíst hvað muni taka við hjá honum eftir að hann yfirgefur félagið í sumar en Pep Guardiola fyrrum stjóri hans hjá Barcelona segir að hann eigi mikla framtíð fyrir sér sem stjóri.
„Hann gat leyst öll vandamál með heilanum á sér. Það var heillandi að vinna með honum og læra af honum. Ég skal sko segja þér það, hann verður stórkostlegur stjóri í framtíðinni," sagði Guardiola.
Athugasemdir