Gríska liðið AEK vann tvöfalt þetta tímabilið en liðið vann PAOK 2-0 í úrslitum bikarsins í kvöld.
AEK varð grískur deildarmeistari á dögunum og er þetta því í fyrsta sinn síðan 1978 sem liðið vinnur tvöfalt.
Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í vörn PAOK í leiknum.
AEK spilaði manni færri frá 6. mínútu er Lazaros Rota var rekinn af velli en það kom ekki að sök. Harold Moukoudi og Paulo Fernandes sáu til þess að liðið myndi taka bikarinn.
Svekkjandi tímabil hjá Sverri og félögum sem hafnaði þá í 4. sæti grísku deildarinnar.
Athugasemdir