Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   fös 24. maí 2024 08:35
Elvar Geir Magnússon
Pioli látinn fara frá AC Milan (Staðfest)
Pioli stýrði AC Milan í fimm ár.
Pioli stýrði AC Milan í fimm ár.
Mynd: EPA
AC Milan hefur staðfest að Stefano Pioli hafi verið látinn fara eftir að hafa verið stjóri liðsins í fimm ár. Honum er þakkað fyrir störf sín.

Þessar fréttir koma ekkert á óvart enda sögðu ítalskir fjölmiðlar frá því að Paulo Fonseca, stjóri franska liðsins Lille, hefði gert munnlegt samkomulag við Milan um að taka við stjórnartaumunum.

Þessi 58 ára Ítali tók við Milan í október 2019 og gerði liðið að ítölskum meistara 2022. Ári síðar kom hann Milan í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Þrátt fyrir að AC Milan hafi endað í öðru sæti í ítölsku A-deildinni á nýliðnu tímabili þá voru það mikil vonbrigði fyrir félagið að komast ekki áfram í Meistaradeildinni og ná ekki að keppa við Inter um Ítalíumeistaratitilinn.

AC Milan hefur skoðað hina ýmsu stjóra en Fonseca varð fljótt efstur á blaði. Portúgalinn hefur reynslu úr ítalska boltanum en hann var stjóri Roma. Calciomercato segir að Fonseca hafi samþykkt þriggja ára samning við Milan sem er að verðmæti 3 milljónir evra.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 20 15 2 3 32 12 +20 47
2 Inter 18 13 4 1 46 15 +31 43
3 Atalanta 19 13 3 3 43 20 +23 42
4 Lazio 20 11 3 6 34 28 +6 36
5 Juventus 19 7 12 0 31 16 +15 33
6 Fiorentina 18 9 5 4 31 18 +13 32
7 Bologna 18 7 8 3 27 23 +4 29
8 Milan 18 7 7 4 27 18 +9 28
9 Udinese 20 7 5 8 23 28 -5 26
10 Roma 20 6 6 8 28 26 +2 24
11 Genoa 20 5 8 7 17 27 -10 23
12 Torino 20 5 7 8 20 25 -5 22
13 Empoli 20 4 8 8 19 25 -6 20
14 Lecce 20 5 5 10 14 32 -18 20
15 Parma 20 4 7 9 25 35 -10 19
16 Como 19 4 7 8 21 31 -10 19
17 Verona 20 6 1 13 24 44 -20 19
18 Cagliari 20 4 6 10 19 33 -14 18
19 Venezia 20 3 5 12 18 33 -15 14
20 Monza 19 1 7 11 17 27 -10 10
Athugasemdir
banner
banner
banner