Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - Króatía og Ítalía mætast í úrslitaleik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru tveir spennandi slagir á dagskrá á Evrópumótinu í kvöld, þar sem Króatía og Ítalía eigast við í stórslag sem er jafnframt úrslitaleikurinn um 2. sæti B-riðils.

Ítalía er þar í betri stöðu, með þrjú stig, á meðan Króatar eiga aðeins eitt stig. Bæði lið töpuðu gegn Spáni, en Ítölum tókst að leggja Albaníu að velli á meðan Króötum tókst það ekki.

Ítölum nægir því jafntefli í kvöld til að tryggja sér annað sætið, en Króatar þurfa nauðsynlega að sigra. Ítalir geta komist áfram sem liðið með besta árangurinn í þriðja sæti þó þeir tapi þessari viðureign - svo lengi sem Albaníu tekst ekki að leggja Spán að velli.

Spánverjar gætu mætt með varalið til leiks gegn Albaníu, þar sem þeir eru nú þegar búnir að tryggja sér toppsætið eftir góða sigra gegn Króatíu og Ítalíu.

Albanir eiga enn möguleika á að komast upp úr riðlinum en þeir þurfa sigur gegn Spánverjum til að afreka það. Jafntefli gæti einnig nægt, þó það sé ólíklegt.

B-riðill:
19:00 Króatía - Ítalía
19:00 Albanía - Spánn

1. Spánn 6 stig
2. Ítalía 3 stig
3. Albanía 1 stig (markatala -1)
4. Króatía 1 stig (markatala -3)
Athugasemdir
banner
banner
banner