Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 24. ágúst 2019 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Jeffs: Vantar sóknargæði í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs mætti í viðtal eftir tap ÍBV gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag. ÍBV er fallið úr deildinni eftir tapið og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Ian telur ekki mikinn gæðamun á ÍBV og öðrum liðum í deildinni, hann telur muninn aðeins liggja í sóknarleiknum.

„Tölurnar segja að við erum með sex stig og erum lang slakasta liðið í deildinni. Allir þessir leikir sem við erum að tapa eru naumir, það er ekkert lið sem er búið að rúlla yfir okkur og pakka okkur saman," sagði Jeffs.

„Við erum ekki langt frá hinum liðunum en mér finnst vanta í liðið sóknargæði almennt. Ég er ekki að tala um bara sóknarmenn, heldur sóknargæði. Það er munurinn á okkur og hinum liðunum í deildinni."

Ian var spurður út í eina mark ÍBV í leiknum sem Gary Martin skoraði með glæsilegu skoti. Enginn fagnaði markinu og sagði Víðir Þorvarðarson fyrirliði eftir leik að hann hafi verið ósáttur með viðbrögð manna.

„Ég veit ekki alveg hversu margir áhorfendur frá ÍBV voru að mæta á völlinn í dag en ég veit ekki. Það er erfitt að svara þessari spurningu því hann skoraði alveg glæsilegt mark þarna. Þetta er búið að vera erfitt og það tekur svolítið á að tapa aftur og aftur og aftur. Ég segi bara no comment."

Hann sagði að lokum að hann væri tilbúinn að skoða að halda áfram sem þjálfari ÍBV í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner