Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 24. ágúst 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir Þorvarðar: Ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn ÍA fyrr í dag.

ÍBV er stærðfræðilega fallið úr Pepsi Max-deildinni eftir tapið og mun leika í næstefstu deild næsta sumar.

„ÍBV hefur verið á niðurleið síðan 2014 sirka og þetta gerist svo í dag. Það eru margir hlutir sem spila inn í. Menn hafa kannski sofnað aðeins á verðinum og haldið að þetta reddist alltaf en svo gerist það ekki núna og við erum að fara niður," sagði Víðir.

„Það er markmiðið að fara strax aftur upp og það eru ákveðnir menn komnir í stjórn sem mér líst vel á. Ég vona að við rísum aftur upp eins og fuglinn Fönix."

Víðir segist ekki vilja gefa neitt út um sína eigin framtíð og því óljóst hvort fyrirliðinn fari niður með liðinu. Hann var að lokum spurður út í glæsimark Gary Martin sem enginn fagnaði.

„Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega ósáttur með viðbrögð manna þar, það er ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk í sumar. Ég skil svosem að Gary fagni ekki en menn þurfa að hlaupa á eftir boltanum og sýna smá baráttu. Þetta er bara andleysi og smá til skammar finnst mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner