Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   lau 24. ágúst 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir Þorvarðar: Ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn ÍA fyrr í dag.

ÍBV er stærðfræðilega fallið úr Pepsi Max-deildinni eftir tapið og mun leika í næstefstu deild næsta sumar.

„ÍBV hefur verið á niðurleið síðan 2014 sirka og þetta gerist svo í dag. Það eru margir hlutir sem spila inn í. Menn hafa kannski sofnað aðeins á verðinum og haldið að þetta reddist alltaf en svo gerist það ekki núna og við erum að fara niður," sagði Víðir.

„Það er markmiðið að fara strax aftur upp og það eru ákveðnir menn komnir í stjórn sem mér líst vel á. Ég vona að við rísum aftur upp eins og fuglinn Fönix."

Víðir segist ekki vilja gefa neitt út um sína eigin framtíð og því óljóst hvort fyrirliðinn fari niður með liðinu. Hann var að lokum spurður út í glæsimark Gary Martin sem enginn fagnaði.

„Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega ósáttur með viðbrögð manna þar, það er ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk í sumar. Ég skil svosem að Gary fagni ekki en menn þurfa að hlaupa á eftir boltanum og sýna smá baráttu. Þetta er bara andleysi og smá til skammar finnst mér."
Athugasemdir
banner