Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   lau 24. ágúst 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir Þorvarðar: Ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn ÍA fyrr í dag.

ÍBV er stærðfræðilega fallið úr Pepsi Max-deildinni eftir tapið og mun leika í næstefstu deild næsta sumar.

„ÍBV hefur verið á niðurleið síðan 2014 sirka og þetta gerist svo í dag. Það eru margir hlutir sem spila inn í. Menn hafa kannski sofnað aðeins á verðinum og haldið að þetta reddist alltaf en svo gerist það ekki núna og við erum að fara niður," sagði Víðir.

„Það er markmiðið að fara strax aftur upp og það eru ákveðnir menn komnir í stjórn sem mér líst vel á. Ég vona að við rísum aftur upp eins og fuglinn Fönix."

Víðir segist ekki vilja gefa neitt út um sína eigin framtíð og því óljóst hvort fyrirliðinn fari niður með liðinu. Hann var að lokum spurður út í glæsimark Gary Martin sem enginn fagnaði.

„Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega ósáttur með viðbrögð manna þar, það er ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk í sumar. Ég skil svosem að Gary fagni ekki en menn þurfa að hlaupa á eftir boltanum og sýna smá baráttu. Þetta er bara andleysi og smá til skammar finnst mér."
Athugasemdir
banner