Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 24. ágúst 2019 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Víðir Þorvarðar: Ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Þorvarðarson, fyrirliði ÍBV, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn ÍA fyrr í dag.

ÍBV er stærðfræðilega fallið úr Pepsi Max-deildinni eftir tapið og mun leika í næstefstu deild næsta sumar.

„ÍBV hefur verið á niðurleið síðan 2014 sirka og þetta gerist svo í dag. Það eru margir hlutir sem spila inn í. Menn hafa kannski sofnað aðeins á verðinum og haldið að þetta reddist alltaf en svo gerist það ekki núna og við erum að fara niður," sagði Víðir.

„Það er markmiðið að fara strax aftur upp og það eru ákveðnir menn komnir í stjórn sem mér líst vel á. Ég vona að við rísum aftur upp eins og fuglinn Fönix."

Víðir segist ekki vilja gefa neitt út um sína eigin framtíð og því óljóst hvort fyrirliðinn fari niður með liðinu. Hann var að lokum spurður út í glæsimark Gary Martin sem enginn fagnaði.

„Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega ósáttur með viðbrögð manna þar, það er ekki eins og við séum búnir að skora 700 mörk í sumar. Ég skil svosem að Gary fagni ekki en menn þurfa að hlaupa á eftir boltanum og sýna smá baráttu. Þetta er bara andleysi og smá til skammar finnst mér."
Athugasemdir
banner
banner