Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Keflavík lagði Hauka og virðast á leið upp
Lengjudeildin
Keflavík virðist vera á leið upp með Stólunum.
Keflavík virðist vera á leið upp með Stólunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1 - 0 Haukar
1-0 Paula Isabelle Germino Watnick ('45 )
Lestu nánar um leikinn

Tindastóll tryggði sig upp í Pepsi Max-deild kvenna og það er allt sem bendir til þess að Keflavík fari með Stólunum upp.

Keflavík tók á móti Haukum í Lengjudeild kvenna í kvöld. Þetta var hörkuleikur og gestirnir úr Hafnarfirðinum mættu af krafti í leikinn.

Það voru hins vegar Keflvíkingar sem tóku forystuna alveg undir lok fyrri hálfleiks. „Natasha rekur boltann upp vinstri kantinn, á svo frábæra fyrirgjöf á Paulu sem var alein beint fyrir framan markið. Chante nær hvorki að koma á milli sendingarinnar né Paulu og marksins. Frábært mark hjá Keflavíkurkonum sem fara marki yfir inn í hálfleikinn," skrifaði Lovísa Falsdóttir þegar Paula Isabelle Germino Watnick skoraði fyrir Keflavík.

Haukar reyndu hvað þær gátu til að jafna í seinni hálfleik en það gekk ekki upp. Lokatölur 1-0 fyrir Keflavík sem er núna með sjö stiga forystu á Hauka þegar þrír leikir eru eftir. Haukar þurftu að vinna þennan leik.

Það er ekki öll von úti fyrir Hauka, en það þarf mikið að gerast til þess að Keflavík fari ekki upp. Keflavík nægir að vinna einn leik til viðbótar til að komast upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner