Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. október 2020 13:56
Aksentije Milisic
Guardiola: Foden gefur okkur þetta auka sem þarf
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var svekktur með að ná ekki að vinna West Ham í dag.

Liðin skildu jöfn 1-1 þar sem City sótti meira en tókst ekki að skora fleiri mörk. Pep gerði breytingu í hálfleik þar sem hann tók Sergio Aguero útaf og setti Phil Foden inn á. Foden skoraði eftir fimm mínútur inni á vellinum.

„Við byrjuðum vel. Þeir skoruðu mark úr sinni fyrstu alvöru sókn. Þeir vörðust mjög aftarlega og við fengum tækifæri til að skora. Núna þurfum við að halda áfram," sagði Guardiola.

„Mér fannst við ekki spila illa, nema kannski síðustu 10 minútur fyrri hálfleiksins. Aguero fann fyrir einhverjum meiðslum en ég veit ekki hvað það er."

„Hann gefur okkur alltaf þetta auka sem þarf," sagði Guardiola um innkomu Foden.
Athugasemdir
banner