Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
banner
   mán 24. október 2022 11:08
Elvar Geir Magnússon
„Arsenal verður ekki nálægt því að vinna deildina“
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Ian Ladyman, blaðamaður Daily Mail, hrósar Arsenal fyrir öfluga byrjun á tímabilinu en telur að liðið eigi engan möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina.

Arsenal er með eins stigs forystu á toppnum eftir jafntefli gegn Southampton í gær.

„Arsenal er algjörlega með handbragð Mikel Arteta sem var bæði klókur og með andlegan styrk til að standa sig í úrvalsdeildinni. En Arsenal mun ekki vinna deildina. Þeir verða ekki nálægt því. Jafnvel núna þegar liðið hefur byrjað svona vel þá yrði það afrek að klára mótið í topp fjórum og ná Meistaradeildarsæti," segir Ladyman.

„Á einhverjum tímapunkti mun Arsenal lenda í meiðslavandræðum sem öll lið kynnast yfir langt tímabil. Arsenal er ekki með jafn öfluga breidd og samkeppnislið þeirra. Breiddin hjá Arsenal er sú mesta í lengri tíma og Arteta er þegar án Oleksandr Zinchenko og Emile Smith Rowe."

„En er Arsenal með menn til að fylla í skarð leikmanna eins og Gabriel Jesus og Martin Ödegaard? Mér sýnist ekki. Samvinna Gabriel og William Saliba í hjarta varnarinnar er líka algjör lykill að þessari byrjun."

„Þessi hópur Arsenal á ekki möguleika í Manchester City og við getum fastlega gert ráð fyrir því að City vinni sinn fimmta meistaratitil. Arteta veit þetta vel en hann veit að merki um framfarir eru mikilvægar. Gott starf Arteta yrði verðlaunað með Meistaradeildarsæti í lok tímabilsins. Hann er kominn lengra með liðið en flestir gátu ímyndað sér fyrr á árinu."

Hér að neðan má sjá stöðuna í ensku úrvalsdeildinni:
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 19 4 +15 26
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Sunderland 11 5 4 2 13 9 +4 19
4 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
5 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner