Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mán 24. október 2022 14:27
Elvar Geir Magnússon
Máni vill stjóraskipti hjá Leeds - „Liðið hefur enga hugmynd“
Máni Pétursson.
Máni Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Mynd: EPA
Leeds United tapaði niður forystu og beið lægri hlut fyrir Fulham 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hefur farið illa með færi sín, gert barnaleg mistök varnarlega og er nú komið niður í fallsæti.

Máni Pétursson, stuðningsmaður Leeds, vill að bandaríski stjórinn Jesse Marsch verði látinn taka pokann sinn. Eftir tap gegn Leicester í síðustu viku skrifaði Máni á Twitter:

„Jæja hann fær einn leik í viðbót. Þessi framistaða var jafn léleg og Arsenal frammistaðan var góð."

Yfir leiknum í gær skrifaði svo Máni:

„Jæja síðustu 45 mínúturnar hans Jesse framundan. Þetta er bara alls ekki nógu gott færri stig en hjá Bielsa á sama tíma í fyrra. Þá voru allir meiddir og lítið fjárfest. Nú allir heilir og mikið fjárfest og liðið hefur enga hugmynd."

Fleiri íslenskir stuðningsmenn Leeds kalla eftir stjóraskiptum á Twitter, Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifaði í leiknum gegn Leicester:

„Þessi Ted Lasso brandari er fyrir löngu hættur að vera fyndinn. Reka manninn í hálfleik takk."

Sjálfur lætur Marsch engan bilbug á sér finna og sagði eftir leikinn í gær:

„Ég er kominn hérna í langtímaverkefni. Ég elska félagið, ég geri allt sem ég get til að bæta liðið. Ég skil pirring stuðningsmanna og liðið er jafn mikið pirrað. Við erum að gera allt sem við getum og stöndum saman. Ég og stjórnin stöndum saman og tölum opinberlega um það," sagði March.

Þá sagði fyrirliðinn Liam Cooper að leikmenn stæðu algjörlega við bakið á stjóranum og hans hugmyndafræði.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir