Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   mán 24. október 2022 13:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurvin staðfestir að hann verði áfram með FH á næsta tímabili
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson var ráðinn aðstoðarþjálfari FH í sumar skömmu eftir að Eiður Smári Guðjohnsen var ráðinn aðalþjálfari liðsins. Eiður tók við af Ólafi Jóhannessyni sem var látinn fara í júní.

Sigurvin hefur stýrt FH í síðustu leikjum eftir að Eiður steig til hliðar.

Sigurvin staðfesti í viðtali við Fótbolta.net að hann verði áfram hjá FH á næsta tímabili.

Undir stjórn Sigurvins hefur FH unnið tvo af þremur leikjum sínum og er svo gott sem öruggt með að halda sæti sínu í deildinni. Áður en hann kom í FH var hann þjálfari KV í Lengjudeildinni, hafði komið liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum.

Einungis tíu marka tap fyrir ÍA í lokaumferðinni kemur í veg fyrir að FH verði í deild þeirra Bestu á næsta tímabili.
Venni: Getur aldrei hrósað mönnum fyrir slíkt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner