Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mán 24. október 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Sýndi sig að leikmenn Villa voru ekki ánægðir með Gerrard
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Alan Shearer telur að það hafi sýnt sig í gær að einhverjir leikmenn Aston Villa voru ekki ánægðir með Steven Gerrard. Mun meiri leikgleði og frjálsræði hafi verið hjá leikmönnum í gær þegar þeir slátruðu Brentford 4-0 í gær.

Gerrard var rekinn eftir niðurlægjandi 3-0 tap gegn Fulham í síðustu viku og Shearer les það á breytingu hjá leikmönnum að óánægja hafi verið með Gerrard.

„Ef Steven Gerrard horfði á þennan leik, hvar sem hann er staddur, þá held ég að hann hugsi: 'Guð minn góður, af hverju gátu þeir ekki spilað svona í síðustu viku?' - Menn spiluðu eins og þeir væru frjálsir," segir Shearer sem er sérfræðingur BBC.

Sigurinn lyftir Villa upp í fjórtánda sæti deildarinnar en liðið á næst leik gegn Newcastle.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 19 4 +15 26
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Sunderland 11 5 4 2 13 9 +4 19
4 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
5 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
12 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
13 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
14 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner