Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. nóvember 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elskuðu að sjá Dagnýju skora markið í grannaslagnum
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark West Ham gegn Tottenham í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Þetta var í fyrsta sinn sem kvennalið West Ham vinnur Tottenham og var Dagný hetjan. Hún talaði um það eftir leik - í samtali við vefsíðu West Ham - að það hefði verið sérstaklega gaman að skora gegn Spurs út af rígnum sem er á milli félaganna.

Á heimasíðu West Ham voru tekin saman fimm atriði sem félagið elskaði við sigurinn á Tottenham. Þar er efst á lista mark Dagnýjar í grannaslagnum.

„Það var eins og einhver hefði skrifað þetta handrit; Dagný Brynjarsdóttir, sem hefur stutt West Ham alla sína ævi, gerði gæfumuninn á köldu kvöldi í Austur-London."

Hægt er að skoða greinina hérna.

Dagný var valin í lið vikunnar á Englandi fyrir frammistöðu sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner