Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 24. nóvember 2021 11:37
Elvar Geir Magnússon
Fréttamaður RÚV hissa: Draga aldrei nokkurn einasta lærdóm af
Magnús Geir Eyjólfsson.
Magnús Geir Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaðurinn öflugi á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum KSÍ.

„Lars rekinn og tilkynnt í framhjáhlaupi á blaðamannafundi, Eiður rekinn, tilkynnt rétt fyrir miðnætti og enginn svarar í síma. Hvernig getur eitt batterí komið sér ítrekað í krísur og aldrei dregið nokkurn einasta lærdóm af?" skrifar hann á Twitter.

KSÍ neitar að tjá sig um aðdraganda og ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen sé hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari, fyrir utan það sem fram kom í yfirlýsingu sem send var hálftíma fyrir miðnætti í gær.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið en hún var með í síðustu landsliðsferð karlalandsliðsins þar sem áfengi var haft um hönd í lok ferðarinnar. Samkvæmt DV var það kveikjan að því að Eiður Smári er nú hættur hjá sambandinu.

Báðir nánustu aðstoðarmenn Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara eru því hættir. Fyrr á árinu var tilkynnt að Lars Lagerback væri hættur í teyminu þar sem samstarfið gekk ekki að óskum.


Athugasemdir
banner
banner
banner