Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 24. nóvember 2022 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drengurinn ekki fengið neina afsökunarbeiðni frá Man Utd
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Mynd: EPA
Búið er að dæma portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo í tveggja leikja bann hjá enska fótboltasambandinu. Hann fékk líka 50 þúsund punda sekt.

Ástæðan fyrir þessari refsingu er atburður frá síðustu leiktíð er hann braut síma hjá áhorfanda eftir leik gegn Everton á Goodison Park.

Ronaldo var pirraður er hann tók símann og grýtti honum í jörðina af miklum krafti.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo notaði samfélagsmiðla til að biðjast afsökunar á hegðun sinni.

Áhorfandinn sem átti símann var ungur drengur sem er með einhverfu. Móðir drengsins er ánægð með að Ronaldo sé kominn með bann og vonar hún að sektin fari í góðgerðarmál. Í samtali við Mirror segir hún jafnframt:

„Það átti að refsa Ronaldo fyrir löngu. Þetta gerðist í apríl. Við höfum ekki fengið neina afsökunarbeiðni frá Manchester United. Félagið hefur aldrei haft samband við mig."

Ronaldo baðst afsökunar en félagið hefur ekki sett sig í samband við drenginn eða móður hans.

Ronaldo rifti á dögunum samningi sínum við Man Utd og mun hann byrja í tveggja leikja banni ef hann skrifar undir hjá öðru ensku félagi. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner